Ísland með eitt öflugasta leikskólakerfið í Evrópu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 20:15 Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm
Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira