Selta frá Grænlandi átti þátt í mengun í Reykjavík Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 10. janúar 2019 17:30 Mengunin hefur dregið úr skyggni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þessi mynd var tekin á Kringlumýrarbraut í suðurátt fyrir klukkan 14:00. Vísir/Vilhelm Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni. Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni.
Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira