Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar áttu að vera í banni hjá UEFA og það var því óleyfilegt fyrir þá að kaupa sér miða á útileiki liðsins. Ástæðan er kynþáttaníð sem þeir voru uppvísir að á leik í júlí síðastliðnum.
Around 200 Red Star Belgrade fans managed to watch their team lose to Spurs despite being banned by UEFA for racism
— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 22, 2019
UEFA mun bíða eftir skýrslu frá sínum mönnum á leiknum áður en ákveðið verður að hefja rannsókn þar á bæ.
Öryggisverðir á vellinum þurftu að mæta á svæðið til að ganga á milli stuðningsmanna Rauðu Stjörnunnar og stuðningsmanna heimaliðsins.
„Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar komust í leyfisleysi yfir miða á leikinn og söfnuðust síðan saman á einum stað til að mynda hóp,“ hefur BBC eftir talsmanni frá Tottenham.
At least 150 Red Star Belgrade fans defy UEFA ban for racist chanting to attend Champions League tie at Tottenham… as they exploit loophole by buying corporate tickets https://t.co/OO6BqzT1sJ
— MailOnline Sport (@MailSport) October 22, 2019
„Öryggisverðir og lögreglumenn umkringdu hópinn af því að hann var of stór til að vísa út af leikvanginum. Við höfum hafið fulla rannsókn til að komast að því hvernig miðarnir komust í þeirra hendur,“ sagði talsmaðurinn og fullvissaði alla um það að það verði ekki tekið léttvægt á þeim sem seldu Serbíumönnunum miðanna.
Þetta var ekki skemmtileg ferð til London fyrir stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar því Tottenham vann leikinn 5-0 þar sem þeir Harry Kane og Son Heung-min voru báðir með tvennu.