Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 22:24 Durek Verrett og Marta Lovísa prinsessa. Mynd/Instagram Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni.
Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning