Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 19:00 Trump var ekki sáttur við ummæli Markle. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“. Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“.
Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira