Ókeypis tónlistarhátíð á Palóma 1. febrúar 2019 16:15 Floni var að gefa út plötu og mun koma fram í kvöld. Red Bull Music býður upp á ókeypis tónlistarhátíð í kvöld á skemmtistaðnum Palóma. Hátíðin er haldin til að brjóta upp skammdegið og dregur þaðan nafn sitt en rjómi íslensku hip hop senunnar stígur á stokk að því tilefni. S.A.D. Festival stendur fyrir „hátíð skammdegisþunglyndis“ en allir listamenn sem koma fram eiga það sameiginlegt að fást við sorg eða þunglyndi í tónlist sinni. Dagskráin er sérhönnuð af sérfræðingum til að sporna gegn D-vítamínskorti og árstíðabundinni vanlíðan. Tvíeykið Kef Lavík er meðal atriða sem kynnt eru til leiks en það hefur vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um hugðarefni á borð við neyslu, ástina og þunglyndi. Auður mun einnig koma fram en hann er brakandi ferskur eftir að hafa gefið út plötuna AFSAKANIR seint á síðasta ári við mikið lof fjölmiðla.Stepmom er gjörningalistamaður sem rappar og bregður sér gjarnan í hlutverk stjúpmömmu þess sem á hana hlustar. SEINT er melódískt, framsækið og sálarmikið hip hop atriði sem blandar saman áhrifum úr öllum áttum í eina sterka heild. Karítas þeytir skífum út nóttina en hún er þekkt fyrir að vera plötusnúður í stórsveitinni Reykjavíkurdætur. Ragga Holm er einnig þekkt fyrir sína vinnu með Reykjavíkurdætrum en hún gaf út sólóplötu í lok síðasta árs og hlaut mikið lof gagnrýnenda.Þá munu Cyber einnig þeyta skífum en þær eru þekktar fyrir sterkar konseptplötur og líflega sviðsframkomu. Flóni er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og verða þetta fyrstu tónleikar hans eftir að hann gefur út nýju plötuna sýna Floni 2.Alvia er einn þekktasti rappari landsins en hún var tilnefnd til verðlaunanna Nordic Music Prize fyrir plötuna Elegant Hoe.Elli Grill er með teknóið djúpt í blóðinu og er einn frumlegasti rappari samtímans þar sem hann blandar sinni auðþekkjanlegu rödd við trapp og rapp úr gamla skólanum. Húsið opnar kl. 20.00 föstudaginn 1. febrúar en tónleikar hefjast kl 21.00 í kjallaranum á Palóma - HP Bar. Dagskráin flakkar svo á milli kjallarans og háaloftsins og búast má við stemningu í skammdeginu. Það er frítt inn á hátíðina og skipuleggjendur mæla með að gestir mæti snemma. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Red Bull Music býður upp á ókeypis tónlistarhátíð í kvöld á skemmtistaðnum Palóma. Hátíðin er haldin til að brjóta upp skammdegið og dregur þaðan nafn sitt en rjómi íslensku hip hop senunnar stígur á stokk að því tilefni. S.A.D. Festival stendur fyrir „hátíð skammdegisþunglyndis“ en allir listamenn sem koma fram eiga það sameiginlegt að fást við sorg eða þunglyndi í tónlist sinni. Dagskráin er sérhönnuð af sérfræðingum til að sporna gegn D-vítamínskorti og árstíðabundinni vanlíðan. Tvíeykið Kef Lavík er meðal atriða sem kynnt eru til leiks en það hefur vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um hugðarefni á borð við neyslu, ástina og þunglyndi. Auður mun einnig koma fram en hann er brakandi ferskur eftir að hafa gefið út plötuna AFSAKANIR seint á síðasta ári við mikið lof fjölmiðla.Stepmom er gjörningalistamaður sem rappar og bregður sér gjarnan í hlutverk stjúpmömmu þess sem á hana hlustar. SEINT er melódískt, framsækið og sálarmikið hip hop atriði sem blandar saman áhrifum úr öllum áttum í eina sterka heild. Karítas þeytir skífum út nóttina en hún er þekkt fyrir að vera plötusnúður í stórsveitinni Reykjavíkurdætur. Ragga Holm er einnig þekkt fyrir sína vinnu með Reykjavíkurdætrum en hún gaf út sólóplötu í lok síðasta árs og hlaut mikið lof gagnrýnenda.Þá munu Cyber einnig þeyta skífum en þær eru þekktar fyrir sterkar konseptplötur og líflega sviðsframkomu. Flóni er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og verða þetta fyrstu tónleikar hans eftir að hann gefur út nýju plötuna sýna Floni 2.Alvia er einn þekktasti rappari landsins en hún var tilnefnd til verðlaunanna Nordic Music Prize fyrir plötuna Elegant Hoe.Elli Grill er með teknóið djúpt í blóðinu og er einn frumlegasti rappari samtímans þar sem hann blandar sinni auðþekkjanlegu rödd við trapp og rapp úr gamla skólanum. Húsið opnar kl. 20.00 föstudaginn 1. febrúar en tónleikar hefjast kl 21.00 í kjallaranum á Palóma - HP Bar. Dagskráin flakkar svo á milli kjallarans og háaloftsins og búast má við stemningu í skammdeginu. Það er frítt inn á hátíðina og skipuleggjendur mæla með að gestir mæti snemma.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“