Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 18:45 Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira