Varað er við stormi á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi og miðhálendi upp úr hádegi í dag og gert er ráði fyrir því að það taki að lægja á milli 18:00 og 19:00.
Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan hvassviðri og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum svo sem garðhúsgögnum til að forðast tjón. Gert er ráð fyrir að vindur verði 15-23 m/s.
Á Suðurlandi verða aðstæður svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu en búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, einkum undir Eyjafjöllum. Þá geti vindhviður náð allt að 35 m/s.
Hvassviðri eða stormur verður á Faxaflóa og er fólk hvatt til að fara varlega. Vindhviður geta náð allt að 30 m/s undir fjöllum, sér í lagi á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Fólk er varað við því að vera mikið á ferð. Vafasamt sé að ökutæki taki á sig mikinn vind. Talsverð rigning verður á stormasvæðum og má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum.
