Tjón að missa út nýju þotuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Ein af nýjustu vélum Icelandair skemmdist í furðulegu óhappi að kvöldi jóladags. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30
Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23
Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45