Hátt í 2500 skjálftar á einni viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 14:30 Skjálftahrinan í Öxarfirði hófst síðastliðinn laugardag en síðan þá hafa mælst hátt í 2500 jarðskjálftar á svæðinu. Veðurstofa Íslands Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira