Hátt í 2500 skjálftar á einni viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 14:30 Skjálftahrinan í Öxarfirði hófst síðastliðinn laugardag en síðan þá hafa mælst hátt í 2500 jarðskjálftar á svæðinu. Veðurstofa Íslands Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira