Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:00 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing. Dómsmál Fíkn Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira