Leita að góðum draugasögum fyrir nýjan þátt: "Verð ekki í Ghostbustersgalla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2019 10:30 Ragnar Eyþórsson og Pétur koma saman að þáttunum. vísir/vilhelm Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson munu síðar í vetur fara í loftið með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 og er um að ræða einskonar draugaþátt sem ekki hefur endanlega fengið nafn. Pétur verður í aðalhlutverki í þáttunum og Ragnar framleiðir. Nú leita þeir að góðum tökustöðum um land allt og hvetja landsmenn til að senda inn ábendingar um draugahús eða eyðibýli úti á landi þar sem Pétur getur gist yfir nótt. Fyrirkomulagið verður á þá leið að Pétur Jóhann mun gista með landsþekktum Íslendingi í draugahúsi yfir nótt og verður leitað að draugum. Ábendingar um skemmtilega tökustaði má senda á draugar@stod2.is og hefjast tökur í febrúar. Pétur mun styðjast við lýsingar landsmanna og þeirra sem senda inn ábendingar.Gera má ráð fyrir því að aðstæður verði sirka svona í þáttunum.vísir„Draugar eru ekki til, það er bara þannig fyrir mér,“ segir Pétur Jóhann. „Ég er mjög svona ónæmur maður á svona framhaldslíf og hef aldrei upplifað draugagang og eitthvað sem fólk telur vera yfirnáttúrulegt,“ segir Pétur og hlakkar nokkuð til verkefnisins. „Það er svolítið vegferðin sem ég er að fara í og spurning hvort ég eigi eftir að upplifa einhvern draugagang, í fyrsta sinn á ævinni.“ Pétur Jóhann segir að Ragnar Eyþórsson, framleiðandi, sé aftur á móti frekar næmur á svona hluti. „Ég fór að segja honum frá að mig langaði að gista á eyðibýli þar sem enginn er búinn að búa í mörg ár og helst að fólk hefði hrakist í burtu. Ég bara með svefnpoka og kertaljós. Það er það sem er að fara gerast, ég í eina nótt með gesti. Raggi telur sig hafa upplifað svona hluti en ég verð ekki í Ghostbustersgalla í þessum þáttum, eða líklega ekki,“ segir Pétur léttur að lokum. Bíó og sjónvarp Næturgestir Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson munu síðar í vetur fara í loftið með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 og er um að ræða einskonar draugaþátt sem ekki hefur endanlega fengið nafn. Pétur verður í aðalhlutverki í þáttunum og Ragnar framleiðir. Nú leita þeir að góðum tökustöðum um land allt og hvetja landsmenn til að senda inn ábendingar um draugahús eða eyðibýli úti á landi þar sem Pétur getur gist yfir nótt. Fyrirkomulagið verður á þá leið að Pétur Jóhann mun gista með landsþekktum Íslendingi í draugahúsi yfir nótt og verður leitað að draugum. Ábendingar um skemmtilega tökustaði má senda á draugar@stod2.is og hefjast tökur í febrúar. Pétur mun styðjast við lýsingar landsmanna og þeirra sem senda inn ábendingar.Gera má ráð fyrir því að aðstæður verði sirka svona í þáttunum.vísir„Draugar eru ekki til, það er bara þannig fyrir mér,“ segir Pétur Jóhann. „Ég er mjög svona ónæmur maður á svona framhaldslíf og hef aldrei upplifað draugagang og eitthvað sem fólk telur vera yfirnáttúrulegt,“ segir Pétur og hlakkar nokkuð til verkefnisins. „Það er svolítið vegferðin sem ég er að fara í og spurning hvort ég eigi eftir að upplifa einhvern draugagang, í fyrsta sinn á ævinni.“ Pétur Jóhann segir að Ragnar Eyþórsson, framleiðandi, sé aftur á móti frekar næmur á svona hluti. „Ég fór að segja honum frá að mig langaði að gista á eyðibýli þar sem enginn er búinn að búa í mörg ár og helst að fólk hefði hrakist í burtu. Ég bara með svefnpoka og kertaljós. Það er það sem er að fara gerast, ég í eina nótt með gesti. Raggi telur sig hafa upplifað svona hluti en ég verð ekki í Ghostbustersgalla í þessum þáttum, eða líklega ekki,“ segir Pétur léttur að lokum.
Bíó og sjónvarp Næturgestir Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira