Óþarfi að óttast eldingar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:02 Elding lýsir hér upp vesturbæ Reykjavíkur. Birna Ósk Kristinsdóttir Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið. Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið.
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira