Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María má koma aftur. Sem lögmanni hennar þykir kostulegt, því brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur., visir/vilhelm Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07