Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. desember 2019 12:15 Fylgið stjórnmálaflokkanna hefur breyst mikið frá síðustu kosningum. Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýjustu könnun. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent