Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2019 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira