Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2019 20:30 Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“ Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“
Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30