Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2019 20:30 Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“ Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“
Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30