Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2019 19:30 Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07