Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2019 06:30 Sigurður Halldór Jesson uppskar þakklæti í gær. „Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30