DV bauð flokkunum kostaða umfjöllun um orkupakkann Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2019 14:23 Þetta kostaboð sem auglýsingadeild DV bauð framkvæmdastjórum flokkanna var ekki borið undir ritstjórnina. visir/vilhelm Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí. Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí.
Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira