Allt eftirlit hert vegna veiðiþjófa við Elliðaár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2019 06:15 Spígsporað með veiðistöng á brúnni við Geirsnef. Mynd/Ólafur Jóhannsson „Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira