Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2019 12:51 Konan segist ein hafa staðið að útför föður og móður. Deilur innan fjölskyldunnar séu tilefni kærunnar. Fréttablaðið/Vilhelm Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar. Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar.
Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira