Ólíklegt að Sjálfstæðismönnum verði að ósk sinni um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2019 20:30 Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira