Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 26. október 2019 20:30 Sífellt fleiri konur greina frá grófu kynferðislegu ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir á unglingsárum segir verkefnastýra Stígamóta. Hún telur að þetta megi rekja til þess hversu klám er aðgengilegt. Rannsóknir hafa sýnt að áhorf á klám á netinu er meira en á margar af stærstu efnisveitum í heimi. Oft eru þetta fyrstu kynni barna af kynlífi og sem getur orðið vísir af því sem síðar kemur að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum. „65% stráka í tíunda bekk er að horfa á klám einu sinni í viku eða oftar og þetta er líka algengt hjá strákum í áttunda bekk þannig að við erum með stóra hópa af strákum sem eru búnir að horfa á mjög ofbeldisfullt klám áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta skipti,“ segir hún. „Svo verður þetta af einhverju handriti sem þeir vilja leika eftir.“ Steinunn segir afleiðinguna vera að að sífellt fleiri ungar konur segi frá grófu kynferðislegu ofbeldi. „Við sjáum mikið og gróft kynferðisofbeldi hjá yngstu hópunum og teljum það afleiðingu klámsins.“ Þetta hafi orðið kveikjan af því að ákveðið var að fara af stað með átakið „Sjúk ást“ sem hófst hjá samtökunum í febrúar 2018 og hefst aftur á næsta ári. „Ég held að klámið sé einhver stærsti lýðheilsuvandi sem steðjar að okkar samfélagi. Við hér hjá Stígamótum erum byrjuð að sjá áhrifin af kláminu og við erum með kynslóðir núna sem eru með óheftan aðgang að klámi frá því þau eru mjög lítil. Ég hef áhyggjur af því að langtímaáhrifin verði alvarleg,“ segir Steinunn.Klippa: Telur klám einn stærsta lýðheilsuvandann Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Kynlíf Tengdar fréttir Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26. október 2019 14:15 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sífellt fleiri konur greina frá grófu kynferðislegu ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir á unglingsárum segir verkefnastýra Stígamóta. Hún telur að þetta megi rekja til þess hversu klám er aðgengilegt. Rannsóknir hafa sýnt að áhorf á klám á netinu er meira en á margar af stærstu efnisveitum í heimi. Oft eru þetta fyrstu kynni barna af kynlífi og sem getur orðið vísir af því sem síðar kemur að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum. „65% stráka í tíunda bekk er að horfa á klám einu sinni í viku eða oftar og þetta er líka algengt hjá strákum í áttunda bekk þannig að við erum með stóra hópa af strákum sem eru búnir að horfa á mjög ofbeldisfullt klám áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta skipti,“ segir hún. „Svo verður þetta af einhverju handriti sem þeir vilja leika eftir.“ Steinunn segir afleiðinguna vera að að sífellt fleiri ungar konur segi frá grófu kynferðislegu ofbeldi. „Við sjáum mikið og gróft kynferðisofbeldi hjá yngstu hópunum og teljum það afleiðingu klámsins.“ Þetta hafi orðið kveikjan af því að ákveðið var að fara af stað með átakið „Sjúk ást“ sem hófst hjá samtökunum í febrúar 2018 og hefst aftur á næsta ári. „Ég held að klámið sé einhver stærsti lýðheilsuvandi sem steðjar að okkar samfélagi. Við hér hjá Stígamótum erum byrjuð að sjá áhrifin af kláminu og við erum með kynslóðir núna sem eru með óheftan aðgang að klámi frá því þau eru mjög lítil. Ég hef áhyggjur af því að langtímaáhrifin verði alvarleg,“ segir Steinunn.Klippa: Telur klám einn stærsta lýðheilsuvandann
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Kynlíf Tengdar fréttir Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26. október 2019 14:15 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26. október 2019 14:15
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00