Kontratenór tekur Klemens í kennslustund Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2019 16:30 Sverrir er sprenglærður kontratenór og hann hefur verið að hjálpa Klemens við að finna hinn eina rétta tón í sinn falsettusöng. Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur verið með annan söngvara Hatara, Klemens Nikulás Hannigan, í söngtímum til að hjálpa honum að finna hinn eina sanna falsettutón fyrir komandi átök. Meðlimir Hatara, sem verður fulltrúari Íslands í Tel Aviv í Eurovision-söngvakeppninni sem þar verður haldin í maí. Sverrir sjálfur er, eins og flestir áhugamenn um tónlist þekkja, magnaður söngvari og sprenglærður sem slíkur. Hann var í þrjú ár við nám í Alexandertækni í London. Í samtali við Vísi slær hann á létta strengi með það að helsti kennari hans í þeim fræðum, gúrú og meistari, hafi komið frá Ísrael. Þannig að það liggi eiginlega beint við að RÚV kaupi miða fyrir sig út, til að fylgja Hatara og vera þeim innan handar og til stuðnings. „Já, ég ætti kannski að krefjast þess að fara með út sem raddþjálfari?“ spyr Sverrir.Klárir og skemmtilegir strákar Meðlimir Hatara er í einskonar fjölmiðlabanni og að sögn Sverris hafa þeir nú svigrúm til að þróa sitt atriði. Hann segir þetta klára, skemmtilega og flotta stráka og telur jákvætt að þeir hafi unnið. Þarna sé komin nýr og spennandi flötur á þessa keppni. Kveður við nýjan tón.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum, ræddu stuttlega við ísraelska sjónvarpið og fóru svo í fjölmiðlabindindi.visir/vilhelm„En, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Hann kom til mín, fyrst fyrir tveimur árum síðan, þá unnum við svolítið saman. Svo hafði hann samband við mig út af keppninni, hvort hann gæti ekki þróað þetta sönglega. Klemens er mjög næmur strákur þannig að þetta gekk mjög skemmtilega til,“ segir Sverrir. Sverrir segir að þegar álag og stress eru til staðar, og þátttaka í Eurovision býður vissulega uppá slíkt, þá sé það fyrsta sem gefi sig sé öndunin. Hún verður grunn og þá fari lítið fyrir tóninum. Þar kemur Alexandertæknin til skjalanna.Sverrir hafði gaman að því að hjálpa Klemens, segir hann einstaklega næman og honum hafi gengið vel að stækka tóninn.„Daginn fyrir keppnina varpaði ég því að honum að eini gjörningurinn sem hann þyrfti að hugsa um væri að anda sig í gegnum þetta. Og byrja núna. Hann greip þetta og notaði í gegnum það. Þetta er svakaleg pressa og álag og stöðugt verið að reka hljóðnemann framan í hann.“Tónninn verður að vera í öllum líkamanum Sverrir segir það rétt, Klemens syngur í falsettu og það er það sem þeir voru að vinna með. Þetta getur verið vandasamt en einhverjir sem telja sig bera skynbragð á töldu talsvert meiri kraft í söngnum uppteknum en á sviði.„Við þurfum að opna tóninn þannig að hann gæti verið sterkari á sviði. Og að hann sé ekkert smeykur við að láta í sér heyra og geti sungið út á sviði. Það virkaði mjög vel fyrir hann. Það þarf að fara varlega í svona hluti, ekki er gott að ætlast til þess að viðkomandi breyti of miklu. Það þarf að halda í það sem hann er öruggur með og finna að hann geti stækkað þetta. Að þetta sé líkamlegt og tónninn í öllum skrokknum,“ segir Sverrir kontratenór. Ekkert vantaði uppá að þetta virkaði þegar stóra stundin rann upp, úrslitin í Söngvakeppninni í Laugardalshöll um síðustu helgi. En, nú er það enn stærra svið sem bíður, sjálft aðalsviðið í Eurovision. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur verið með annan söngvara Hatara, Klemens Nikulás Hannigan, í söngtímum til að hjálpa honum að finna hinn eina sanna falsettutón fyrir komandi átök. Meðlimir Hatara, sem verður fulltrúari Íslands í Tel Aviv í Eurovision-söngvakeppninni sem þar verður haldin í maí. Sverrir sjálfur er, eins og flestir áhugamenn um tónlist þekkja, magnaður söngvari og sprenglærður sem slíkur. Hann var í þrjú ár við nám í Alexandertækni í London. Í samtali við Vísi slær hann á létta strengi með það að helsti kennari hans í þeim fræðum, gúrú og meistari, hafi komið frá Ísrael. Þannig að það liggi eiginlega beint við að RÚV kaupi miða fyrir sig út, til að fylgja Hatara og vera þeim innan handar og til stuðnings. „Já, ég ætti kannski að krefjast þess að fara með út sem raddþjálfari?“ spyr Sverrir.Klárir og skemmtilegir strákar Meðlimir Hatara er í einskonar fjölmiðlabanni og að sögn Sverris hafa þeir nú svigrúm til að þróa sitt atriði. Hann segir þetta klára, skemmtilega og flotta stráka og telur jákvætt að þeir hafi unnið. Þarna sé komin nýr og spennandi flötur á þessa keppni. Kveður við nýjan tón.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum, ræddu stuttlega við ísraelska sjónvarpið og fóru svo í fjölmiðlabindindi.visir/vilhelm„En, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Hann kom til mín, fyrst fyrir tveimur árum síðan, þá unnum við svolítið saman. Svo hafði hann samband við mig út af keppninni, hvort hann gæti ekki þróað þetta sönglega. Klemens er mjög næmur strákur þannig að þetta gekk mjög skemmtilega til,“ segir Sverrir. Sverrir segir að þegar álag og stress eru til staðar, og þátttaka í Eurovision býður vissulega uppá slíkt, þá sé það fyrsta sem gefi sig sé öndunin. Hún verður grunn og þá fari lítið fyrir tóninum. Þar kemur Alexandertæknin til skjalanna.Sverrir hafði gaman að því að hjálpa Klemens, segir hann einstaklega næman og honum hafi gengið vel að stækka tóninn.„Daginn fyrir keppnina varpaði ég því að honum að eini gjörningurinn sem hann þyrfti að hugsa um væri að anda sig í gegnum þetta. Og byrja núna. Hann greip þetta og notaði í gegnum það. Þetta er svakaleg pressa og álag og stöðugt verið að reka hljóðnemann framan í hann.“Tónninn verður að vera í öllum líkamanum Sverrir segir það rétt, Klemens syngur í falsettu og það er það sem þeir voru að vinna með. Þetta getur verið vandasamt en einhverjir sem telja sig bera skynbragð á töldu talsvert meiri kraft í söngnum uppteknum en á sviði.„Við þurfum að opna tóninn þannig að hann gæti verið sterkari á sviði. Og að hann sé ekkert smeykur við að láta í sér heyra og geti sungið út á sviði. Það virkaði mjög vel fyrir hann. Það þarf að fara varlega í svona hluti, ekki er gott að ætlast til þess að viðkomandi breyti of miklu. Það þarf að halda í það sem hann er öruggur með og finna að hann geti stækkað þetta. Að þetta sé líkamlegt og tónninn í öllum skrokknum,“ segir Sverrir kontratenór. Ekkert vantaði uppá að þetta virkaði þegar stóra stundin rann upp, úrslitin í Söngvakeppninni í Laugardalshöll um síðustu helgi. En, nú er það enn stærra svið sem bíður, sjálft aðalsviðið í Eurovision.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22