„Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 10:19 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins. Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins.
Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17
Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56
„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38