Sá eini sem vildi í viðtal eftir sýningu Héraðsins á Sauðárkróki var bóndi sem aldrei hefur reitt sig á kaupfélagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2019 19:15 Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn
Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56
Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33
Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45