Mánaðabið eftir sálfræðiviðtali á heilsugæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 20:49 Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00