Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira