Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:31 Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, persónuverndarfulltrúi og borgarlögmaður vinna nú að gerð minnisblaðs og nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um að Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hafi brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og smáskilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að auka kosningaþátttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg,“ segir í tilkynningunni en Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun umræddra aðila á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Í ákvörðun Persónuverndar kemur fram að ekki hafi farið lögum þegar ungum kjósendum, eldri konum og erlendum ríkisborgurum voru send bréf. Rannsóknir sýna að þetta eru hóparnir sem skiluðu sér verst á kjörstað. Þjóðskrá á þá einnig að hafa brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar hún afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara. Í ákvörðuninni segir jafnframt að textinn hafi verið gildishlaðinn og að í bréfum til ungs fólks sem voru að kjósa í fyrsta skiptið hefði verið talað um skyldu til að kjósa þrátt fyrir að engin slík skylda hvíli á herðum þeim í lagalegum skilningi. Í áframhaldandi greiningu á ákvörðun Persónuverndar verður skoðað sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd Reykjavíkurborgar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndum sem þó voru fyrirmyndin að átaksverkefni Reykjavíkurborgar.Ætluðu sér eingöngu að auka kosningaþátttöku Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en bætir við að hún komi henni spánskt fyrir sjónir í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Anna segir að mikilvægt sé að bregðast við ákvörðuninni með faglegum hætti. „Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem hafi komið fram í tengslum við umræðu ákvörðunar Persónuverndar séu „alvarlegar“ og „meiðandi“. Reykjavík Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, persónuverndarfulltrúi og borgarlögmaður vinna nú að gerð minnisblaðs og nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um að Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hafi brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og smáskilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að auka kosningaþátttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg,“ segir í tilkynningunni en Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun umræddra aðila á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Í ákvörðun Persónuverndar kemur fram að ekki hafi farið lögum þegar ungum kjósendum, eldri konum og erlendum ríkisborgurum voru send bréf. Rannsóknir sýna að þetta eru hóparnir sem skiluðu sér verst á kjörstað. Þjóðskrá á þá einnig að hafa brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar hún afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara. Í ákvörðuninni segir jafnframt að textinn hafi verið gildishlaðinn og að í bréfum til ungs fólks sem voru að kjósa í fyrsta skiptið hefði verið talað um skyldu til að kjósa þrátt fyrir að engin slík skylda hvíli á herðum þeim í lagalegum skilningi. Í áframhaldandi greiningu á ákvörðun Persónuverndar verður skoðað sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd Reykjavíkurborgar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndum sem þó voru fyrirmyndin að átaksverkefni Reykjavíkurborgar.Ætluðu sér eingöngu að auka kosningaþátttöku Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en bætir við að hún komi henni spánskt fyrir sjónir í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Anna segir að mikilvægt sé að bregðast við ákvörðuninni með faglegum hætti. „Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem hafi komið fram í tengslum við umræðu ákvörðunar Persónuverndar séu „alvarlegar“ og „meiðandi“.
Reykjavík Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira