Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2019 19:58 Fjármálaeftirlitið telur að afturköllun fulltrúaráðs VR um umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmann hafa gengið gegn gildandi samþykktum. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00