Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. júlí 2019 18:02 Nefndin lýsti sérstaklega áhyggjum af ofbeldi milli fanga á Litla-Hrauni, sem í skýrslunni er sagt tengjast fíkniefnum innan veggja fangelsisins. VÍSIR/VILHELM Skýrsla sem unnin var af Evrópunefnd um pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eða pyntinganefnd Evrópuráðsins, um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum leiðir í ljós að aðbúnaður fanga er að mestu leyti góður. Þó séu atriði sem megi bæta, og hafa jafnvel verið í ólestri í lengri tíma. Eftirlitsnefnd á vegum Evrópunefndarinnar heimsótti Ísland á dögunum 17. – 24. maí. Þetta er fimmta heimsókn slíkrar eftirlitsnefndar hingað til lands. Nefndin hefur áður heimsótt fangelsið á Akureyri, Kvíabryggju og Litla-Hraun, líkt og var gert í þessari eftirlitsferð. Þá var fangelsið á Hólmsheiði heimsótt í fyrsta sinn í þessari ferð.Áhyggjur vegna langvarandi aðgerðarleysis í ákveðnum málaflokkum Í skýrslunni lýsir eftirlitsnefndin meðal annars áhyggjum sínum vegna þeirra litlu aðgerða sem gripið hefur verið til varðandi athugasemdir sem nefndin hefur lengi haldið á lofti. Sumar þeirra ná allt aftur til fyrstu heimsóknarinnar fyrir 26 árum. Þar á meðal er krafan um að tekið verði á eiturlyfja- og áfengisfíkn í fangelsum, heilbrigðisþjónustu fyrir fanga og lagalegir fyrirvarar um sjúkrahúsvistun gegn vilja einstaklings á geðdeild. Þá gerir eftirlitsnefndin ofbeldi á milli fanga á Litla-Hrauni að umfjöllunarefni í skýrslunni, og segir raunar að ofbeldið sem um ræðir sé bersýnilega tengt fíkniefnum innan fangelsisins. Þá segir að þrátt fyrir tilraunir starfsfólks til þess að bregðast við ofbeldinu, með því að skilja fanga í sundur og beita öðrum úrræðum, sé ljóst að ekki hafi verið tekið almennilega á rót vandans.Gluggalausir klefar á Akureyri óásættanlegir Eftirlitsnefndin lýsir einnig miklum áhyggjum sínum af gluggalausum klefum á Akureyri, þar sem gæsluvarðhaldsföngum hefur verið haldið í einangrun í allt að 14 daga. „Þetta er óásættanlegt. Nefndin krefst þess að íslensk yfirvöld staðfesti innan mánaðar að þessir klefar hafi verið teknir úr notkun og að allir gæsluvarðhaldsfangar á Akureyri verði vistaðir í klefum með viðunandi aðgang að náttúrulega ljósi,“ segir í skýrslunni. Þess má geta að í svari Dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þegar sé búið að bregðast við athugasemdum er snúa að gluggalausu klefunum og notkun þeirra verið hætt. Alvarlegustu áhyggjurnar af heilbrigðisþjónustu í fangelsum Mestar áhyggjur hefur eftirlitsnefndin af stöðu heilbrigðisþjónustu innan fangelsa landsins. Fjöldi og viðvera heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum fjórum sé einfaldlega ófullnægjandi, sérstaklega á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Þá er bent á að þrátt fyrir tilmæli nefndarinnar frá 1993 er engin kerfisbundin eða tilbúin læknisfræðileg skimun á nýjum föngum, þar á meðal leit að áverkum og smitandi sjúkdómum. „Þetta er ekki aðeins óásættanlegt með það fyrir augum að koma í veg fyrir illa meðferð heldur einnig hættulegt frá lýðheilsusjónarmiði.“ Nefndin lýsir einnig verulegum áhyggjum vegna skorts á aðgengi fanga að sérfræðilæknum, þar á meðal tannlæknum en sérstaklega geðlæknum og aðstoð lútandi að geðheilsu. Andlega veikir fangar fái því ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi.Kalla eftir aðgerðaráætlun vegna fíkniefna Nefndin segir íslensk fangelsi skorta yfirgripsmikla áætlum um hvernig taka skuli á fíkniefnum í umferð innan veggja fangelsanna. Því kallar nefndin eftir því að innan þriggja mánaða hafi stjórnvöld lagt fram áætlun um hvernig sjá skulu föngum fyrir viðunandi heilbrigðisþjónustu og hvernig tækla eigi fíkniefni innan fangelsanna. Eins lýsti nefndin yfir áhyggjum sínum af því að fangelsisyfirvöld hér á landi hafi ekki tekið nógu vel á meirihluta þeirra vankanta sem nefndir hafa verið í fyrri skýrslum. Til að mynda í tilfelli laga um sjúkrahúsvistun gegn vilja fólks. Ekki sé nægileg varúð í löggjöf þar að lútandi og hún því ófullnægjandi. Segir athugasemdir skýrslunnar réttar og segir stjórnvöld þurfa að bregðast við Páll Winkel fangelsismálastjóri segist vera sammála því sem fram kemur í skýrslunni og þeim athugasemdum sem þar eru gerðar. Nefnir hann í því samhengi það sem betur mætti fara er varðar geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði fyrir fanga.Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum.Fréttablaðið/Anton Brink„Það eru atriði í skýrslunni sem þarf að bregðast við og til þess þurfa stjórnvöld í heild að bregðast við,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir að Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið hafi þegar brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar hafi verið í fyrri skýrslum, að því leiti sem stofnanirnar gátu gert einhliða. Til að mynda hafi gluggalaus fangaklefi verið tekinn úr notkun og búið sé að loka þeim fangelsum þar sem aðbúnaður var óviðunandi. „Mér heyrist á öllum að það sé ríkur vilji til þess að bregðast við þessum athugasemdum,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Skýrsla sem unnin var af Evrópunefnd um pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eða pyntinganefnd Evrópuráðsins, um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum leiðir í ljós að aðbúnaður fanga er að mestu leyti góður. Þó séu atriði sem megi bæta, og hafa jafnvel verið í ólestri í lengri tíma. Eftirlitsnefnd á vegum Evrópunefndarinnar heimsótti Ísland á dögunum 17. – 24. maí. Þetta er fimmta heimsókn slíkrar eftirlitsnefndar hingað til lands. Nefndin hefur áður heimsótt fangelsið á Akureyri, Kvíabryggju og Litla-Hraun, líkt og var gert í þessari eftirlitsferð. Þá var fangelsið á Hólmsheiði heimsótt í fyrsta sinn í þessari ferð.Áhyggjur vegna langvarandi aðgerðarleysis í ákveðnum málaflokkum Í skýrslunni lýsir eftirlitsnefndin meðal annars áhyggjum sínum vegna þeirra litlu aðgerða sem gripið hefur verið til varðandi athugasemdir sem nefndin hefur lengi haldið á lofti. Sumar þeirra ná allt aftur til fyrstu heimsóknarinnar fyrir 26 árum. Þar á meðal er krafan um að tekið verði á eiturlyfja- og áfengisfíkn í fangelsum, heilbrigðisþjónustu fyrir fanga og lagalegir fyrirvarar um sjúkrahúsvistun gegn vilja einstaklings á geðdeild. Þá gerir eftirlitsnefndin ofbeldi á milli fanga á Litla-Hrauni að umfjöllunarefni í skýrslunni, og segir raunar að ofbeldið sem um ræðir sé bersýnilega tengt fíkniefnum innan fangelsisins. Þá segir að þrátt fyrir tilraunir starfsfólks til þess að bregðast við ofbeldinu, með því að skilja fanga í sundur og beita öðrum úrræðum, sé ljóst að ekki hafi verið tekið almennilega á rót vandans.Gluggalausir klefar á Akureyri óásættanlegir Eftirlitsnefndin lýsir einnig miklum áhyggjum sínum af gluggalausum klefum á Akureyri, þar sem gæsluvarðhaldsföngum hefur verið haldið í einangrun í allt að 14 daga. „Þetta er óásættanlegt. Nefndin krefst þess að íslensk yfirvöld staðfesti innan mánaðar að þessir klefar hafi verið teknir úr notkun og að allir gæsluvarðhaldsfangar á Akureyri verði vistaðir í klefum með viðunandi aðgang að náttúrulega ljósi,“ segir í skýrslunni. Þess má geta að í svari Dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þegar sé búið að bregðast við athugasemdum er snúa að gluggalausu klefunum og notkun þeirra verið hætt. Alvarlegustu áhyggjurnar af heilbrigðisþjónustu í fangelsum Mestar áhyggjur hefur eftirlitsnefndin af stöðu heilbrigðisþjónustu innan fangelsa landsins. Fjöldi og viðvera heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum fjórum sé einfaldlega ófullnægjandi, sérstaklega á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Þá er bent á að þrátt fyrir tilmæli nefndarinnar frá 1993 er engin kerfisbundin eða tilbúin læknisfræðileg skimun á nýjum föngum, þar á meðal leit að áverkum og smitandi sjúkdómum. „Þetta er ekki aðeins óásættanlegt með það fyrir augum að koma í veg fyrir illa meðferð heldur einnig hættulegt frá lýðheilsusjónarmiði.“ Nefndin lýsir einnig verulegum áhyggjum vegna skorts á aðgengi fanga að sérfræðilæknum, þar á meðal tannlæknum en sérstaklega geðlæknum og aðstoð lútandi að geðheilsu. Andlega veikir fangar fái því ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi.Kalla eftir aðgerðaráætlun vegna fíkniefna Nefndin segir íslensk fangelsi skorta yfirgripsmikla áætlum um hvernig taka skuli á fíkniefnum í umferð innan veggja fangelsanna. Því kallar nefndin eftir því að innan þriggja mánaða hafi stjórnvöld lagt fram áætlun um hvernig sjá skulu föngum fyrir viðunandi heilbrigðisþjónustu og hvernig tækla eigi fíkniefni innan fangelsanna. Eins lýsti nefndin yfir áhyggjum sínum af því að fangelsisyfirvöld hér á landi hafi ekki tekið nógu vel á meirihluta þeirra vankanta sem nefndir hafa verið í fyrri skýrslum. Til að mynda í tilfelli laga um sjúkrahúsvistun gegn vilja fólks. Ekki sé nægileg varúð í löggjöf þar að lútandi og hún því ófullnægjandi. Segir athugasemdir skýrslunnar réttar og segir stjórnvöld þurfa að bregðast við Páll Winkel fangelsismálastjóri segist vera sammála því sem fram kemur í skýrslunni og þeim athugasemdum sem þar eru gerðar. Nefnir hann í því samhengi það sem betur mætti fara er varðar geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði fyrir fanga.Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum.Fréttablaðið/Anton Brink„Það eru atriði í skýrslunni sem þarf að bregðast við og til þess þurfa stjórnvöld í heild að bregðast við,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir að Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið hafi þegar brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar hafi verið í fyrri skýrslum, að því leiti sem stofnanirnar gátu gert einhliða. Til að mynda hafi gluggalaus fangaklefi verið tekinn úr notkun og búið sé að loka þeim fangelsum þar sem aðbúnaður var óviðunandi. „Mér heyrist á öllum að það sé ríkur vilji til þess að bregðast við þessum athugasemdum,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“