Innlent

80 grömm af kannabisefni í söluumbúðum vandlega falin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur áhyggjur af fjölgun fíkniefnamála í umdæminu.
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur áhyggjur af fjölgun fíkniefnamála í umdæminu. Vísir/Vilhelm
Tveir sitja nú í fangageymslum lögreglunnar á Norðurlandi vestra grunaður um að hafa haft í fórum sínum 80 grömm af kannabisefnum í söluumbúðum. Lögreglan vestra segir fíkniefnamálum í umdæminu hafi fjölgað gríðarlega.

Mennirnir tveir voru stöðvaðir við akstur og mældist bæði kókaín og kannabisefni í þvagi mannsins. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahunds við leit í bíl mannanna en efnin sem fundust voru vandlega falin í vélarými bílsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir einnig að fíkniefnahundurinn hafi haft nóg að gera að undanförnu, ásamt lögreglumönnum. Frá síðustu helgi hafi sex ökumenn verið stöðvaðir í akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fimm mál hafi komið er varða vörslu ávana- og fíkniefna.

Þar voru haldlögð alls 60 grömm af kannabisefni ætluð til sölu. Þau efni fundust í húsleit sem og í leit í ökutækjum.

Segir að lokum í tilkynningunni að fíkniefnamálum í embættinu hefur fjölgað gríðarlega sé það verulegt áhyggjuefni að mati lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×