Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 11:39 Þingmennirnir ræddu málin. Vísir/Vilhelm Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15