RÚV sýknað af bótakröfu Steinars Bergs Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 15:39 Steinar Berg Ísleifsson. FBL/Anton Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15
Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16