Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 20:00 Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“ Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“
Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira