Baltasar snýr aftur í Þjóðleikhúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 10:17 Baltasar Kormákur hefur verið með annan fótinn vestan hafs undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Þjóðleikhúsið og Baltasar Kormákur leggja nú drög að því að sviðsetja Villiöndina eftir Henrik Ibsen, en fyrirhugað er að frumsýna verkið næsta leikár. Um er að ræða fyrstu leikstjórn Baltasars á sviði í á níunda ár. Baltasar hefur leikstýrt fjölda leiksýninga í Þjóðleikhúsinu og víðar. Vegna anna við kvikmyndaleikstjórn og -framleiðslu í Bandaríkjunum og á Íslandi hefur hann ekki getað sinnt leikstjórn í leikhúsi frá því hann setti upp Gerplu í Þjóðleikhúsinu árið 2010. Meðal rómaðra leikstjórnarverkefna Baltasars í Þjóðleikhúsinu eru Þetta er allt að koma, Pétur Gautur, Ívanov, Leitt hún skyldi vera skækja, Hamlet, RENT og Draumur á Jónsmessunótt, en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikstjórn sína á Þetta er allt að koma og Pétri Gaut. Villiöndin var frumflutt árið 1885 og er af mörgum talið eitt allra besta leikrit norska skáldjöfursins Henriks Ibsens, og var síðast sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1996. Villiöndin er tragíkómískt verk þar sem sem sálfræðilegt innsæi skáldsins og hæfileiki til að greina mannlegan veruleika njóta sín til fulls. Leikhús Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þjóðleikhúsið og Baltasar Kormákur leggja nú drög að því að sviðsetja Villiöndina eftir Henrik Ibsen, en fyrirhugað er að frumsýna verkið næsta leikár. Um er að ræða fyrstu leikstjórn Baltasars á sviði í á níunda ár. Baltasar hefur leikstýrt fjölda leiksýninga í Þjóðleikhúsinu og víðar. Vegna anna við kvikmyndaleikstjórn og -framleiðslu í Bandaríkjunum og á Íslandi hefur hann ekki getað sinnt leikstjórn í leikhúsi frá því hann setti upp Gerplu í Þjóðleikhúsinu árið 2010. Meðal rómaðra leikstjórnarverkefna Baltasars í Þjóðleikhúsinu eru Þetta er allt að koma, Pétur Gautur, Ívanov, Leitt hún skyldi vera skækja, Hamlet, RENT og Draumur á Jónsmessunótt, en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikstjórn sína á Þetta er allt að koma og Pétri Gaut. Villiöndin var frumflutt árið 1885 og er af mörgum talið eitt allra besta leikrit norska skáldjöfursins Henriks Ibsens, og var síðast sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1996. Villiöndin er tragíkómískt verk þar sem sem sálfræðilegt innsæi skáldsins og hæfileiki til að greina mannlegan veruleika njóta sín til fulls.
Leikhús Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira