Fjórði hver lögreglumaður finnur ekki til öryggis Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2018 06:00 Lögreglumenn við umferðargæsla Einn af hverjum fjórum lögreglumönnum telur sig ekki vera öruggan í starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Snorri Magnússon, formaður Félags lögreglumanna, segir félagið hafa margoft bent á lausnir til að auka öryggi lögreglumanna. Markmið dómsmálaráðuneytisins er að níu af hverjum tíu lögreglumönnum telji sig örugga við skyldustörf. Niðurstaða skoðunar í fyrra sýni það hins vegar að aðeins 74 prósent lögreglumanna telji sig vera örugg í starfi. „Þetta er eitthvað sem þarf að bæta og hangir saman við það sem við höfum margoft sagt. Það þarf að fjölga lögreglumönnum. Við teljum það vera meginskýringuna á þessu,“ segir Snorri.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Snorri segist margoft hafa, bæði í ræðu og riti, gert stjórnvöldum grein fyrir því að þetta sé meginþáttur í að auka öryggi lögreglumanna. „Það er morgunljóst að öryggi er ekki mikið þegar þú þarft kannski að bíða klukkustundum saman eftir aðstoð. Það getur svo sannarlega gerst í dreifðum byggðum landsins. Það er vinnuumhverfi sem er afar erfitt fyrir lögreglumenn,“ bætir Snorri við. Árið 2012 kannaði lögreglan sjálf öryggi starfsmanna sinna og segir Snorri að svipaðar tölur hafi komið út úr þeirri rannsókn. „Það hefur lítið breyst í þessum efnum enda hefur mönnun lögreglunnar ekkert skánað á öllum þessum tíma. Hins vegar hefur verkefnum okkar fjölgað svo um munar á sama tíma. Við höfum talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda lengi og virðist engu skipta hverjir eru við stjórnvölinn í þeim efnum,“ segir formaður Landssambands lögreglumanna að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Einn af hverjum fjórum lögreglumönnum telur sig ekki vera öruggan í starfi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Snorri Magnússon, formaður Félags lögreglumanna, segir félagið hafa margoft bent á lausnir til að auka öryggi lögreglumanna. Markmið dómsmálaráðuneytisins er að níu af hverjum tíu lögreglumönnum telji sig örugga við skyldustörf. Niðurstaða skoðunar í fyrra sýni það hins vegar að aðeins 74 prósent lögreglumanna telji sig vera örugg í starfi. „Þetta er eitthvað sem þarf að bæta og hangir saman við það sem við höfum margoft sagt. Það þarf að fjölga lögreglumönnum. Við teljum það vera meginskýringuna á þessu,“ segir Snorri.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Snorri segist margoft hafa, bæði í ræðu og riti, gert stjórnvöldum grein fyrir því að þetta sé meginþáttur í að auka öryggi lögreglumanna. „Það er morgunljóst að öryggi er ekki mikið þegar þú þarft kannski að bíða klukkustundum saman eftir aðstoð. Það getur svo sannarlega gerst í dreifðum byggðum landsins. Það er vinnuumhverfi sem er afar erfitt fyrir lögreglumenn,“ bætir Snorri við. Árið 2012 kannaði lögreglan sjálf öryggi starfsmanna sinna og segir Snorri að svipaðar tölur hafi komið út úr þeirri rannsókn. „Það hefur lítið breyst í þessum efnum enda hefur mönnun lögreglunnar ekkert skánað á öllum þessum tíma. Hins vegar hefur verkefnum okkar fjölgað svo um munar á sama tíma. Við höfum talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda lengi og virðist engu skipta hverjir eru við stjórnvölinn í þeim efnum,“ segir formaður Landssambands lögreglumanna að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir sjúkraflutningamenn taka upplýsingar og myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu, þegar hún kemst ekki á vettvang. 2. september 2018 18:30
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Lögreglumenn segjast hafa þurft að sleppa útköllum og forgangsraða vegna manneklu í starfinu. Þetta sé staða sem ekki er boðleg. 21. ágúst 2018 20:24