Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 11:25 Axel hefur ekki borið þessa ákvörðun neitt sérstaklega undir Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóra, né þau hjá RÚV. En, mennamálaráðherra veit af þessum fyrirætlunum. Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira