Hvaða meirihlutar eru mögulegir í borginni? Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:47 Hluti oddvitanna í borginni samankomnir á kosningavöku í gær. Vísir/Vilhelm Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44