Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. apríl 2018 09:50 Páll Ólafsson í bókinni Englar alheimsins eyddi talsverðum tíma í sjoppunni í Laugardalnum. Vísir/Anton Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent