Segir aukin útgjöld í samgöngumál löngu tímabær Sylvía Hall skrifar 28. apríl 2018 16:43 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum. Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum.
Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira