Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:29 Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. T.v. Steinunn, t.h. úr safni nurhaks „Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
„Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50