Fær bætur vegna raddleysis eftir íþróttakennslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 15:52 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu. Dómsmál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu.
Dómsmál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira