Heiðraður vestan hafs fyrir framúrskarandi framlag til vísinda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2018 08:59 Kristján Sæmundsson, lengst til vinstri, þegar hann veitti verðlaununum viðtöku í Indianapolis í síðustu viku. Sigríður Pálmadóttir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna. Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna.
Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira