Tom Cruise of lágvaxinn fyrir Jack Reacher Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 21:34 Lee Child ásamt Tom Cruise. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira