Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 16:04 Það minnir svo ótal margt á jólin á Akureyri þessi dægrin. Linda Ólafsdóttir Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir Jól Veður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir
Jól Veður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira