Mútugreiðslur séu freistandi í byggingariðnaðinum á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Mútugreiðslur og óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma sjaldan inn á borð eftirlitsaðila. Vísir/Pjetur Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira