Viðskiptaþvinganir geta hækkað verðlag á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 19:30 Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira