Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. Hreppsnefndarmaður meirihlutans segir að árás hafi verið gerð á þetta litla sveitarfélag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðan það var rok og rigning í borginni mætti okkur veðurblíða á Ströndum í dag þegar flugvél Ernis flaug inn til lendingar á Gjögri. Það er hins vegar ekkert logn í pólitíkinni í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Þar geisar stormur vegna virkjunar og tilrauna til stórfelldra lögheimilisflutninga. Síðastliðinn föstudag, eftir rannsókn Þjóðskrár Íslands, féllu úr gildi 12 af 18 lögheimilisskráningum inn í Árneshrepp fyrir þessar kosningar. Í dag var sú þrettánda felld úr gildi, en ein samþykkt gild, og enn á eftir að útkljá fjórar. Bæði oddvitinn og tveir fulltrúar minnihlutans báðust undan viðtali í dag en á bænum Steinstúni hittum við einn af þremur fulltrúum meirihlutans, Guðlaug Ágústsson bónda. „Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er til í að gera svona árásir á sveitarfélög, - árás á svona lítil sveitarfélög, sem mega sín kannski lítils. Að það skuli flykkjast eitthvað fólk út af einhverju einu málefni, í hvora áttina sem það hyggst nú kjósa. Þetta er í rauninni bara alveg ótrúlegt að það sé til fólk sem hugsar svona,“ segir Guðlaugur.Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ólafur Valsson dýralæknir flutti í hreppinn í haust og tók þá við verslunarrekstrinum í Norðurfirði. -Því er haldið fram að þetta hafi verið skipulögð aðgerð og jafnvel að þessu hafi verið stjórnað frá ykkar heimili. Hvað er hæft í því? „Það er nú ekkert til í því, allavega með þetta hvað varðar okkar heimili. En ég er hins vegar náttúrlega búinn að tala við eitthvað af þessu fólki núna eftir að allt þetta kom upp. Og það er alveg ljóst í mínum huga að það er fullt af fólki af þessum hópi, allavega tíu manns eða eitthvað, sem hafa fullkomlega réttmæta ástæðu fyrir því að flytja í þennan hrepp. Þannig að ég skil ekki alveg málatilbúnaðinn, satt að segja,“ segir Ólafur. „Að flytja lögheimili sitt á staði þar sem eru ekki einu sinni vegir, net, - ekki einu sinni símasamband. Ekkert. Meira að segja upp í elstu ellilífeyrisþega. Það er með ólíkindum,“ segir Guðlaugur. Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps sagðist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Þetta er fólk sem á hér ættir að rekja og hefur alist hér upp. Er hér öllum stundum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er hér fullt af fólki sem er hér eingöngu um sumarið,“ segir Ólafur. -En að skrá heimili sitt á eyðibýlum sem eru fjarri mannabyggð og aldrei komist í vegasamband? „Það eru mörg svoleiðis býli hér í sveitinni þar sem fólk býr yfir sumartímann og er með lögheimili þar,“ svarar Ólafur. „Maður spyr sig: Ætlar þetta fólk að fara að búa á þessum stöðum og taka þátt í samfélaginu hér í Árneshreppi? Ég veit að svarið er nei vegna þess að það hefur ekki einu sinni fengið heimild hjá eigendum jarðanna og húsanna til þess að flytja inn í þessa staði,“ segir Guðlaugur. Síðasta orðið í kjörskrármálum verður ekki sagt á hreppsnefndarfundinum í kvöld, kærurnar hafa streymt inn í dag en gera má leiðréttingar á kjörskrá alveg fram á kjördag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. Hreppsnefndarmaður meirihlutans segir að árás hafi verið gerð á þetta litla sveitarfélag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðan það var rok og rigning í borginni mætti okkur veðurblíða á Ströndum í dag þegar flugvél Ernis flaug inn til lendingar á Gjögri. Það er hins vegar ekkert logn í pólitíkinni í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Þar geisar stormur vegna virkjunar og tilrauna til stórfelldra lögheimilisflutninga. Síðastliðinn föstudag, eftir rannsókn Þjóðskrár Íslands, féllu úr gildi 12 af 18 lögheimilisskráningum inn í Árneshrepp fyrir þessar kosningar. Í dag var sú þrettánda felld úr gildi, en ein samþykkt gild, og enn á eftir að útkljá fjórar. Bæði oddvitinn og tveir fulltrúar minnihlutans báðust undan viðtali í dag en á bænum Steinstúni hittum við einn af þremur fulltrúum meirihlutans, Guðlaug Ágústsson bónda. „Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er til í að gera svona árásir á sveitarfélög, - árás á svona lítil sveitarfélög, sem mega sín kannski lítils. Að það skuli flykkjast eitthvað fólk út af einhverju einu málefni, í hvora áttina sem það hyggst nú kjósa. Þetta er í rauninni bara alveg ótrúlegt að það sé til fólk sem hugsar svona,“ segir Guðlaugur.Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ólafur Valsson dýralæknir flutti í hreppinn í haust og tók þá við verslunarrekstrinum í Norðurfirði. -Því er haldið fram að þetta hafi verið skipulögð aðgerð og jafnvel að þessu hafi verið stjórnað frá ykkar heimili. Hvað er hæft í því? „Það er nú ekkert til í því, allavega með þetta hvað varðar okkar heimili. En ég er hins vegar náttúrlega búinn að tala við eitthvað af þessu fólki núna eftir að allt þetta kom upp. Og það er alveg ljóst í mínum huga að það er fullt af fólki af þessum hópi, allavega tíu manns eða eitthvað, sem hafa fullkomlega réttmæta ástæðu fyrir því að flytja í þennan hrepp. Þannig að ég skil ekki alveg málatilbúnaðinn, satt að segja,“ segir Ólafur. „Að flytja lögheimili sitt á staði þar sem eru ekki einu sinni vegir, net, - ekki einu sinni símasamband. Ekkert. Meira að segja upp í elstu ellilífeyrisþega. Það er með ólíkindum,“ segir Guðlaugur. Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps sagðist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Þetta er fólk sem á hér ættir að rekja og hefur alist hér upp. Er hér öllum stundum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er hér fullt af fólki sem er hér eingöngu um sumarið,“ segir Ólafur. -En að skrá heimili sitt á eyðibýlum sem eru fjarri mannabyggð og aldrei komist í vegasamband? „Það eru mörg svoleiðis býli hér í sveitinni þar sem fólk býr yfir sumartímann og er með lögheimili þar,“ svarar Ólafur. „Maður spyr sig: Ætlar þetta fólk að fara að búa á þessum stöðum og taka þátt í samfélaginu hér í Árneshreppi? Ég veit að svarið er nei vegna þess að það hefur ekki einu sinni fengið heimild hjá eigendum jarðanna og húsanna til þess að flytja inn í þessa staði,“ segir Guðlaugur. Síðasta orðið í kjörskrármálum verður ekki sagt á hreppsnefndarfundinum í kvöld, kærurnar hafa streymt inn í dag en gera má leiðréttingar á kjörskrá alveg fram á kjördag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45